Allra veðra von
Hér á suðurlandi hefur úrkoma verið með mesta móti síðustu vikur. Einar Sveinbjörnsson segir á bloggsíðu sinni að þetta sé, ef rétt reynist, ein af fimm til átta hæstu gildum í úrkomumælingum. Það er engu líkara en himnarnir séu loks að hrynja eins og Asterix og félagar óttuðust.
Allavega höfðu komið rúmir 600m3 í grunn einn í Ölfusi í nótt þrátt fyrir að dælt væri úr honum stanslaust með 1000W rafdælu. Til viðbótar þurfti öfluga haugdælu og þetta ekki í fyrsta skipt sem henni er beitt í ótíðinni undanfarið. Undirritaðan grunar að þetta séu leifar af fellibyljum sem fylgja Golfstraumnum hingað uppeftir og hluti af veðurfarsbreytingum sem hlotist hafa af mengun iðn- og bílaþjóða undanfarin árhundruð. Þetta gæti átt eftir að versna. Að vísu hafa líka komið afslaplega notaleg blíðutímabil. Eða eins og góður maður í Ölfusi orðaði það: "meðaltalið er alltaf það sama". En það er nú þannig með meðaltalið að öfgarnar geta aukist þótt meðaltalið haldist þokkalegt. Með annan fótinn í ísvatni og hinn í sjóðandi vatni er meðalhitinn kannski þokkalegur.
Birt:
27. september 2007
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Allra veðra von“, Náttúran.is: 27. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/27/allra-vera-von/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.