Orð dagsins 16. apríl 2008

Finnska ríkisstjórnin hefur ákveðið að tekið skuli tillit til umhverfisþátta í öllum innkaupum ríkisins og stofnana þess frá og með árinu 2015. Jafnframt er mælst til þess að a.m.k. 25% innkaupa til sveitarfélaga verði orðin vistvæn árið 2010 og 50% árið 2015. Árleg innkaup opinbera geirans í Finnlandi nema um 27 milljörðum evra, eða um 15% af þjóðarframleiðslu. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar mun því óhjákvæmilega hafa mikil áhrif á markaðinn og hvetja fyrirtæki til umhverfisvænni framleiðsluhátta.

Lesið fréttatilkynningu finnska umhverfisráðuneytisins 8. apríl sl.    

Grafík: Græn innkaup, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.isþ
Birt:
16. apríl 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Metnaðarfullar áætlanir um vistæn innkaup í Finnlandi“, Náttúran.is: 16. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/16/metnaoarfullar-aaetlanir-um-vistaen-innkaup-i-finn/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: