Sólarorkuvirkjanir fyrir heimili eru að verða fallegri og fyrirferðaminni. Hingað til hefur það ekki hugnast mörgum húseigendum að planta stórum glansandi plötum á þak húsa sinna, en framleiðendur sólarorkuvera heimilanna reyna nú að koma til móts við húseigendur hvað útlitið varðar, samkvæmt frétt Reuters.

Framleiðendur sólarorkuvirkjana hafa hannað plötur sem falla vel að ýmsum tegundum húsþaka. Auk þess stendur yfir þróunarvinna nú til að gera plöturnar þynnri og þar með fyrirferðaminni. Framleiðendur sólarorkuvirkjana líta svo á að útlitið sé ein síðasta hindrunin sem þarf að yfirvinna til að notkun sólarorku til rafmagnsframleiðslu heimila verði almenn, enda vill fólk almennt ekki hafa ljótt þak á húsinu sínu.

Húsum sem nýta sólarorku fjölgaði um 45% í Bandaríkjunum á árinu 2007.

Sjá fréttina á Reuters.

Birt:
21. júlí 2008
Höfundur:
Reuters
Tilvitnun:
Reuters „Útlit sólarorkuvera heimilanna bætt“, Náttúran.is: 21. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/21/utlit-solarorkuvera-heimilanna-baett/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: