Sá fjárhagslegi ávinningur fyrir Hafnarfjarðarbæ sem hvað mest hefur verið flaggað er nú brostinn þar sem að frumvarp sem staðfesta átti samning ríkisins við álverið í Straumsvík var ekki afgreitt sem lög fyrir þinglok. Með lögunum átti Alcan að ganga inn í hið almenna skattkerfi og Hafnarfjarðarbær gæti þannig innheimt fasteignagjöld af verksmiðjunni sem reiknuð höfðu verið upp á um 100 milljónir króna á ársgrundvelli (eða um 5 milljarðar á 50 árum).
Samfylkingar-bæjarstjóra Hafnarfjarðar tókst í dag ekki lengur að sýnast hlutlaus í málinu og segir að þetta skipti engu máli (í grein á forsíðu Morgunblaðsins), þ.e. hvenær frumvarpið verði afgreitt. Því má þó ekki gleyma í þessu sambandi að ef og þegar að frumvarpið verður afgreitt falla niður framleiðslugjöld til ríkisins, ríkið verður m.ö.o. af tekjum sínum af álverinu.

Birt:
19. mars 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Fjárhagslegar forsendur brostnar fyrir stækkun“, Náttúran.is: 19. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/felagsl_fors_brostnar/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 29. apríl 2007

Skilaboð: