Hönnun og heimili
Dagana 19.-21. október verður sýningin og fagstefnan Hönnun og heimili haldin í Laugardalshöllinni.
Tilgangur þessa viðburðar er að skapa vettvang til að kynnast öllum helstu nýjungum í tengslum við hönnun og innréttingu heimila ásamt því að bæta og styrkja það hönnunarsamfélag sem við Íslendingar búum við í dag.
Fjöldi hönnuða og fyrirtækja sem og Listaháskóla Íslands og Hönnunarvettangs munu taka þátt í sýningunni. BRUM er „sýning á sýningunni“ unnin í samstarfi við Hönnunarvettvang en Brynhildur Pálsdóttir & Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir sem reka fyrirtækið Borðið sjá um sýningarstjórn BRUMS.
Náttúran.is mun einnig kynna þjónustu sína á sýningunni og gefa góð ráð.
Birt:
17. október 2007
Tilvitnun:
Guðrún Andrésdóttir „Hönnun og heimili“, Náttúran.is: 17. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/17/hnnun-og-heimili/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.