Orð dagsins 22. apríl 2008

Vísindamenn við Háskólann í San Fransisco segjast hafa fundið nýja aðferð til að framleiða bensín úr plöntuúrgangi. Aðferðin byggir á „samstarfi“ bakteríu, sem upphaflega fannst á frönskum ruslahaug upp úr 1980, og gersvepps.

Umrædd baktería getur framleitt asetöt úr plöntuleifum, sem gerillinn breytir síðan í metþlhalíðgas, sem hægt er að safna og breyta í vökva með sömu efna- og eðlisfræðilegu eiginleika og venjulegt bensín. Með því að nota mismunandi efnahvata er sömuleiðis hægt að vinna aðrar efnavörur úr afurð gerlanna, svo sem etþlenplast. Vísindamennirnir sem hér um ræðir segja raunhæft að byggja fyrstu stóru verksmiðjuna fyrir framleiðslu af þessu tagi innan þriggja ára. Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag.

Grafík: Visthæfir bílar, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.
Birt:
22. apríl 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Ný tækni til að framleiða bensín úr plöntuúrgangi“, Náttúran.is: 22. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/22/ny-taekni-til-ao-framleioa-bensin-ur-plontuurgangi/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: