Tveir landeigendur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafa slitið viðræðum við Landsvirkjun vegna áforma um Hvammsvirkjun og lón í mynni Þjórsárdals. Áður hafa eigendur Skálmholtshrauns í Flóa slitið samningaviðræðum vegna Urriðafossvirkjunar.

Þeir landeigendur sem nú hætta viðræðum eiga samtals þrettán hektara úr jörðinni Haga á Þjórsárbökkum austan við Þverá og hafa reist sér þar frístundahús. Annar þeirra á einnig veiðirétt í Þjórsá ásamt fjölskyldu sinni í Haga.

Lögfræðingur landeigendanna hefur sent Landsvirkjun bréf, í því segir meðal annars: “Umbjóðendur okkar leggjast alfarið gegn fyrirhuguðum virkjunarframkvæmdum við neðri hluta ÞjórsárÍb og mótmæla harðlega áformuðum skerðingum á lóðum þeirra vegna framkvæmda og mótmæla framkvæmdunum sem ólögmætum. Jafnframt tilkynnist að umbjóðendur okkar munu ekki ræða frekar við forsvarsmenn Landsvirkjunar eða aðila á þeirra vegum um málið. “

Guðbjörg Friðriksdóttir og Sigurður L. Einarsson, eigendur Fagralands. Sími: Sími:8929680 og 6637220,
Guðrún Stefanía Haraldsdóttir, frá Haga, eigandi Undralands. Sími: 863-2843. Regnboginn við Þjórsá. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
5. nóvember 2007
Tilvitnun:
Íbúar við Þjórsá „Fleiri slíta viðræðum við Landsvirkjun“, Náttúran.is: 5. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/05/fleiri-slta-virum-vi-jrs/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: