Fyrirtækið NOKIA hefur frá árinu 2001 gefið opinberar yfirlýsingar sem tíunda nákvæmlega þau skref sem fyrirtækið tekur til að minnka umhverfisáhrif af framleiðslu og starfsemi fyrirtækisins. Það er ekkert launungarmál að umhverfisáhrirf af framleiðslu fjarskiptatækja eru gríðarleg og neytendur í nágrannalöndum okkar eru sér kannski enn betur meðvitaðir um hve mikilvægt það er að taka á vandamálinu. Einn liður í því er að versla frekar við þau fyrirtæki sem sýna að þeim er full alvara með því að minnka mengunaráhrif af starfsemi sinni. Umhverfis-yfirlýsingar (Eco Declarations) NOKIA eru ekki einungis gefnar út fyrir fyrirtækið í heild heldur fyrir hverja einstaka vöru sem kemur á markað. Skoða nánar á vef Nokia . Á vef NOKIA er einnig að finna „grænar fréttir“ sem gefa góða mynd af því hve alvarlega fyrirtækið tekur á umhverfismálum. Sjá „grænar fréttir“ NOKIA .
Fyrirtækið Hátækni er með umboð fyrir NOKIA hérlendis en á vef þeirra eru engar upplýsingar sem að endurspegla yfirlýsingar framleiðandans. Sjá vef Hátækni .

Birt:
1. maí 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Umhverfis-yfirlýsingar NOKIA“, Náttúran.is: 1. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/01/umhverfis-yfirlsing-nokia/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 6. maí 2007

Skilaboð: