Hin árlega landskeppni „Hjólað í vinnuna“ var sett í morgun, 6. maí, í Reykjavík. Búist er við feikigóðri þátttöku því reiðhjólið ný tur meiri vinsælda um þessar mundir en áður sem samgöngutæki. „Reykjavíkurborg fagnar þessu átaki og ég mun hvetja starfsmenn borgarinnar áfram þær vikur sem átakið stendur,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri í ávarpi sínu við opnun Hjólað í vinnuna í Reykjavík.

ÍSÍ stendur nú ásamt samstarfsaðilum fyrir Hjólað í vinnuna í sjötta sinn og er markmiðið að vekja athygli á hjólreiðum sem hagkvæmum samgöngumáta sem einnig styrkir heilsu og bætir borgarbrag.

Árið 2008 tóku 1017 lið frá 431 vinnustað þátt í keppninni sem í meginatriðum felst í því að fara til og frá vinnu án þess að nota einkabílinn. Þátttakendur í fyrra voru 7065 og bþst Jóna H. Bjarnadóttir sem hefur umsjón með keppninni við að það met verði slegið í ár. Átakið stendur til 26. maí.

Sjá vef hjólað í vinnuna.

Mynd: Starfsmenn Umhverfis- og samgöngusviðs hjóla í vinnuna; Pálmi Randversson, Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Eygerður Margrétardóttir. Mynd frá Reykjavíkurborg.

Birt:
6. maí 2009
Tilvitnun:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur „Aldrei fleiri sem hjóla í vinnuna“, Náttúran.is: 6. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/06/aldrei-fleiri-sem-hjola-i-vinnuna/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: