Orkuráðstefna í tilefni af viku endurnýjanlegrar orku
Í tilefni af viku endurnýjanlegrar orku í Evrópu heldur Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Enterprise Europe Network fund fimmtudaginn 25. mars nk. kl. 13.00-15.00 á Grand hótel undir yfirskriftinni Framlag Íslands til þróunar í endurnýjanlegri orku.
Dagskrá:
- Ávarp iðnaðarráðherra - Katrín Júlíusdóttir
- Nýsköpun í orkutækni - Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
- Enterprise Europe Network: Tækifæri fyrir íslensk orkufyrirtæki erlendis - Kristín Halldórsdóttir verkefnisstjóri EEN, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
- CarbFix: Binding koltvísýrings í basalti - Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri, nýsköpun og þróun hjá Orkuveitu Reykjavíkur
- Osmósuorka - Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir, verkefnisstjóri í efnaferlum og efnistækni, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
- 2020 ákvæði Evrópusambandsins - hvernig tengist það íslenskum orkumálum? Guðni A. Jóhannesson, Orkumálastjóri
- GEORG - GEOthermal Research Group - Sigurður Magnús Garðarsson, prófessor við Háskóla Íslands
Umræður
Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum. Vinsamlegast skráið ykkur á frettir@nmi.is.
Fundarstjóri: Rósa Signý Gísladóttir, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Starfsmenn Enterprise Europe Network á Nýsköpunarmiðstöð, Rannís og Útflutningsráði veita upplýsingar um starfsemi sína að fundi loknum.
Upplýsingar veitir Kristín Halldórsdóttir í síma 522 9232 eða á kristinh@nmi.is.
Birt:
22. mars 2010
Tilvitnun:
útflutningsráð „Orkuráðstefna í tilefni af viku endurnýjanlegrar orku“, Náttúran.is: 22. mars 2010 URL: http://nature.is/d/2010/03/22/orkuraostefna-i-tilefni-af-viku-endurnyjanlegrara-/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.