Orð dagsins 3. mars 2009.

Ingvar Kamprad, eigandi IKEA, er langgrænasti ofurmilljarðamæringur Norðurlandanna skv. ný birtum árlegum lista Sunday Times (Sunday Times Green Rich List). Hann verður þó að sætta sig við þriðja sætið á heimsvísu, á eftir Warren Buffet og Bill Gates. Samtals er Ingvar talinn hafa fjárfest í endurnýjanlegri orku fyrir um 22 milljarða sterlingspunda (rúmlega 3.500 milljarða ísl. kr.). Það er yfirlýst stefna IKEA að árið 2012 noti öll vöruhús fyrirtækisins, hvar sem er í heiminum, eingöngu rafmagn og hita af endurnýjanlegum uppruna. Auk þess á heildarorkunotkunin þá að hafa minnkað um 25%. Í samanburði Sunday Times fær Ingvar einnig stig fyrir áherslu IKEA á tvinnbílavæðingu eigin bílaflota og fyrir að útvega starfsmönnum reiðhjól og sparperur. Svo virðist sem ríkustu menn heimsins fjárfesti nú í auknum mæli í umhverfistækni.
Lesið frétt Byggvärlden í dag

Birt:
3. mars 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Eigandi IKEA langgrænasti ofurmilljarðamæringur á Norðurlöndum“, Náttúran.is: 3. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/04/eigandi-ikea-langgraenasti-ofurmilljaroamaeringur-/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 4. mars 2009
breytt: 14. desember 2011

Skilaboð: