Mikið verður um að vera á HönnunarMars nú þegar hann er haldinn í annað sinn en honum er ætlað að vekja athygli á íslenskum hönnuðum og hönnun þeirra hjá almenningi, fjölmiðlum og stjórnvöldum. Íslenskir hönnuðir hafa verið að sækja mjög í sig veðrið undanfarin ár sem sést í þeirri miklu grósku sem er í íslenskri hönnun í dag.

Eitt af stórvirkjunum sem verið er að vinna að um þessar mundir eru verkefni á vegum Vatnavina víða um landið. Vatnavinir taka þátt í HönnunarMars með nokkrum uppákomum:

18.-21. mars - M3 sýning í Miðstöð Arkitekta Höfðatorgi

19. mars - Kynning Vatnavina í Miðstöð Arkitekta Höfðatorgi

18.-21. mars - Sundhöll Reykjavíkur - mynda og hljóðinnsetning

21. mars - Jóga í vatni í Sundhöll Reykjavíkur

Sjá alla viðburði á HönnunarMars 2010.

Sjá nánar um Vatnavini á vef félagsins.

Birt:
16. mars 2010
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vatnavinir taka þátt í HönnunarMars“, Náttúran.is: 16. mars 2010 URL: http://nature.is/d/2010/03/16/vatnavinir-taka-thatt-i-honnunarmars/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 17. mars 2010

Skilaboð: