Náttúrukortið komið í loftið
Náttúrukortið er kort af Íslandi sem gefur yfirsýn yfir þau svæði sem fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu eða raska á annan hátt vegna stóriðjuáforma á Íslandi. Svæðin eru flokkuð eftir því hvort þau eru óröskuð, röskuð eða fullvirkjuð.
Auk ljósmynda af hverju svæði um sig eru veittar ítarlegar náttúrufarsupplýsingar. Sum þessara svæða eru þegar horfin, önnur langt gengin og enn önnur eru í hættu vegna áforma um raforkuframleiðslu eða stóriðju.
Náttúrukortið, með greinargóðum lýsingum á náttúrufari hvers staðar og mögnuðum ljósmyndum, er orðið að veruleika vegna framlags fræðimanna, ljósmyndara og listamanna.
Að Náttúrukortinu stendur Framtíðarlandið, félag áhugafólks um framtíð Íslands. Kortið verður í stöðugri endurskoðun og verður uppfært reglulega. Það verður tryggt að viðeigandi upplýsingar verði ávallt aðgengilegar. Framtíðarlandið mun sjá til þess að kortið verði virkur miðill og upplýsingaveita.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúrukortið komið í loftið“, Náttúran.is: 30. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/30/natturukortio-komio-i-loftio/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 1. júlí 2008