Kína styrkir sólarorkuiðnaðinn
Orð dagsins 30. mars 2009.
Í síðustu viku tilkynntu kínversk stjórnvöld að þau hygðust styrkja sólarorkuiðnaðinn til að halda uppi eftirspurn og skapa ný störf. Stuðningurinn getur numið allt að helmingi framleiðslukostnaðar, en takmarkast við sólfangara á þökum. Því er talið að þessi aðgerð muni aðeins auka uppsett afl sólarorkuvera í Kína um svo sem 300 MW á þessu ári, en engu að síður er þetta talin enn ein glögg vísbending um það hvernig yfirstandandi kreppa þti undir aðgerðir til að styðja við græna atvinnustarfsemi.
Margir telja reyndar að kreppuviðbrögð af þessu tagi muni skila meiri árangri í baráttunni við loftslagsbreytingar, en vænta má af löngum samningaviðræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, enda snúist þær viðræður um byrðar fremur en tækifæri.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Kína styrkir sólarorkuiðnaðinn“, Náttúran.is: 30. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/30/kina-styrkir-solarorkuionaoinn/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.