Orð dagsins 17. desember 2007
Samkvæmt nýjum tölum frá norsku hagstofunni (SSB) lendir hættulegur úrgangur nú mun síður á villigötum en áður. Þannig hafa skil á ónýtum rúðum sem innihalda eiturefnið PCB batnað frá því að vera nær engin árið 1999 upp í 2.300 tonn á árinu 2006. Að sama skapi minnkaði það magn af PCB-rúðum sem endaði í almennum úrgangi. Þetta er árangur af markvissu starfi norskra stjórnvalda til að koma í veg fyrir að PCB úr gömlu gluggakítti berist út í náttúruna. Samkvæmt norskum reglum ber húseigendum skylda til að merkja allt það einangrunargler í húsum sínum sem talið er innihalda PCB. Með því móti er mun líklegra en ella að glerinu verði komið í viðeigandi eyðingu þegar skipt er um rúður eða glugga.
Lesið frétt á heimasíðu SFT 13. des. sl.
Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 17. desember 2007“, Náttúran.is: 17. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/12/18/oro-dagsins-17-desember-2007/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 18. desember 2007