Undirbúningur að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum hefst nú þegar samkvæmt tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra sem var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Umhverfisráðherra vill ljúka stækkun friðlandsins eigi síðar en snemma árs 2010.

Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að friðlandið í Þjórsárverum verði stækkað og friðun þess lokið hið fyrsta.

Stækkunin verður unnin í samræmi við ákvæði náttúruverndarlaga og undirbúningurinn verður í höndum Umhverfisstofnunar í samráði við landeigendur, viðkomandi sveitarfélög og aðra þá sem hagsmuni eiga að gæta.

Mynd: Ríkisstjórn Íslands. Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um að hefja stækkun friðlandsins í Þjórsárverum.

Birt:
21. ágúst 2009
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Stækkun friðlands Þjórsárvera á að vera lokið snemma á næsta ári“, Náttúran.is: 21. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/21/staekkun-friolands-thjorsarvera-ao-vera-lokio-snem/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: