Stjórnvöld hvött til að veita upplýsingar um orkuöflun

Nokkur náttúruverndarsamtök hafa sent ríkisstjórn Íslands eftirfarandi áskorun:

Skorað er á ríkisstjórnina, einkum forsætisráðherra, umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra,

að taka saman yfirlit og gera rækilega grein fyrir því hvaða háhitasvæði og vatnsföll verður nauðsynlegt að virkja til þess að afla orku fyrir 360 þúsund tonna álverksmiðju í Helguvík.

Orkuþörf þessa fyrirhugaða álvers er um 650 MW eða sem nemur nærri einni Kárahnjúkavirkjun. Orkuvinnsla í slíku umfangi getur ekki komið til án þess að henni fylgi ráðstöfun fjölmargra dýrmætra hverasvæða og vatnsfalla sem mörg hver ættu heldur að njóta verndar.

Með vísan í fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að hún muni „beita sér fyrir opinni stjórnsýslu, auknu gagnsæi og lýðræðisumbótum” heitum við á ráðherrana að upplýsa þjóðina um þessi efni.

Græna Netið
Náttúruverndarsamtök Íslands
Náttúruverndarsamtök Suðurlands
Sól í Straumi
Sól á Suðurlandi
Sól á Suðurnesjum

Birt:
20. janúar 2010
Tilvitnun:
Náttúruverndarsamtök Íslands „Áskorun til ríkisstjórnar Íslands“, Náttúran.is: 20. janúar 2010 URL: http://nature.is/d/2010/01/21/askorun-til-rikisstjornar-islands/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. janúar 2010

Skilaboð: