Kröpp lægð gekk norður með Vesturlandi kvöldið 11. desember og náði vindstyrkurinn 55 m/sek í hviðum ásamt mikilli rigningu.   Um kvöldmatarleitið fór veðrið hægt versnandi, náði hámarki í Reykjavík á tíunda tímanum og eftir það færðist veðurofsinn til norðurs. Vesturlandsvegur var lokaður um tíma  vegna veðursins og eins var Hellisheiði lokað tímabundið vegna óveðurs og ófærðar. Björgunarsveitir voru  kallaðar út á Suðurlandi, Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi og á Snæfellsnesi.   Þegar mest var, voru um 200 björgunarsveitarmenn við störf og heftu þeir girðingar, þök og trampólín auk þess að birgja fyrir glugga og aðstoða vegfarendur vegna ófærðar. Einnig  voru lögreglumenn, slökkvilið og starfsmenn áhaldahúsa við störf. Ekki bárust tilkynningar  slys á fólki en nokkuð var um tjón í stærri kantinum eins og skemmdir á þökum og bifreiðum.    Samhæfingarstöðin var virkjuð um 19.20 og fáum mínútum síðar barst fyrsta beiðni um aðstoð.   Þegar degi lauk og veðri slotaði  höfðu um 130 beiðnir borist til Samhæfingarstöðvarinnar um aðstoð.
Birt:
Dec. 12, 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Óveðrið 11. desember 2008“, Náttúran.is: Dec. 12, 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/12/oveorio-11-desember-2008/ [Skoðað:Aug. 11, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: