Komum Fossvoginum til bjargar
Í Fréttablaðinu í dag birtist auglýsing frá Kópavogsbæ um kynningarfund um breytt skipulag á Kársnesi. Þar sem auglýsingin er lþtt áberandi sjá Náttúruverndarsamtök Íslands ástæðu til að benda íbúum sérstakleg á mikilvægi fundarins.
Fundurinn er haldinn til að íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti kynnt sér tillögu bæjarins um 1.000 nýjar íbúðir og 13 ha. landfyllingar á Kársnesi. Áhrifin verða stórfelld íbúafjölgun og gríðarleg umferðaraukning eins og áður hefur komið fram.
Fram hefur komið að mikil hætta er á að nýjar landfyllingar geti valdið lífríki Fossvogsins óafturkræfum skaða, en slíkt umhverfisslys yrði mikið áfall því Fossvogurinn er eins og allir vita ein helsta náttúru- og útivistarperla höfuðborgarsvæðisins.
Allir höfuðborgarbúar eru hvattir til að mæta á fundinn.
Fundarstaður: Kársnesskóli við Vallargerði. Fundartími: Fimmtudagur 25. september kl. 20:00.
Fundurinn er haldinn til að íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti kynnt sér tillögu bæjarins um 1.000 nýjar íbúðir og 13 ha. landfyllingar á Kársnesi. Áhrifin verða stórfelld íbúafjölgun og gríðarleg umferðaraukning eins og áður hefur komið fram.
Fram hefur komið að mikil hætta er á að nýjar landfyllingar geti valdið lífríki Fossvogsins óafturkræfum skaða, en slíkt umhverfisslys yrði mikið áfall því Fossvogurinn er eins og allir vita ein helsta náttúru- og útivistarperla höfuðborgarsvæðisins.
Allir höfuðborgarbúar eru hvattir til að mæta á fundinn.
Fundarstaður: Kársnesskóli við Vallargerði. Fundartími: Fimmtudagur 25. september kl. 20:00.
Birt:
24. september 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „ Komum Fossvoginum til bjargar“, Náttúran.is: 24. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/24/komum-fossvoginum-til-bjargar/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.