Nú þegar það er farið að kólna og sólarstundum fer fækkandi þá þarf að fara að huga að því að gera garðinn kláran fyrir veturinn. Mikilvægt er að njóta garðsins og einnig fallegu litanna sem haustið býður upp á. Hér að neðan eru ýmis góð ráð um haustverkin.

Það skiptir miklu máli að fólk geri arfahreinsun einu sinni á hausti. Það er aðallega vegna þess að illgresið er miklu lengur að heldur en fólk gerir sér grein fyrir. Mikið að illgresisfræjum fjúka á milli garða og setjast niður hvar sem feita mold er að finna. Illgresið spírar langt fram á haust.

Í rauninni eru ekki nein alvöru haustverk fyrr en laufin eru fallin af trjánum. Ef fólk ætlar að gera eitthvað stórtækt eins og að flytja tré þá ætti það að bíða með það.

Ekki er kominn tími á klippingar fyrr en eftir áramót í fyrsta lagi. Best er að klippa og færa trén þegar þau eru í dvala. Besti tíminn fyrir það er frá janúar og fram í apríl.

Upplýsingar úr viðtali við Sígríður Helgu, garðyrkjufræðing frá Gróðrarstöðinni Mörk sem birtist í Fréttablaðinu frá 4.9.06.

Mynd af vefnum http://digital-photography-school.com

Birt:
25. september 2010
Uppruni:
Fréttablaðið
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Haustverkin“, Náttúran.is: 25. september 2010 URL: http://nature.is/d/2007/09/26/haustverkin/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. september 2007
breytt: 25. september 2010

Skilaboð: