Umræðufundur um grein Andra Snæs Magnasonar, í boði Framtíðarlandsins og Eddu öndvegisseturs.

„Í landi hinna klikkuðu karlmanna“


Frummælendur:

  • Andri Snær Magnason, rithöfundur
  • Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins
  • Guðmundur Hálfdanarson, sagnfræðingur
  • Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og alþingismaður
  • Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur

Allir velkomnir!

Andri Snær Magnasson kastaði sprengju inn í umræðuna um náttúru og orkupólitík á Íslandi síðastliðin laugardag 
með grein sinni „Í landi hinna klikkuðu karlmanna“. Þar sagði hann meðal annars:

– „Ef allt væri eðlilegt ættu karlarnir okkar að vera íhaldssamir, hófsamir, áhættufælnir, trúaðir, sparsamir, reglufastir og jafnvel dálítið leiðinlegir. Þetta er mikilvægur hópur manna í hverju samfélagi. [...] Þetta eru menn sem hafa vald til að skilgreina hvað er eðlilegt og hvað er yfirgengilegt. Það er mjög alvarlegt þegar svona mikilvægur hópur bilast.“ 
– „Það er hættulegt að keyra of hratt. Hraðinn drepur. Það er slæmt fyrir samfélög þegar krítískur massi mikilvægra karlmanna í samfélagi fer að aðhyllast byltingarkenndar og fullkomlega ábyrgðarlausar hugmyndir og trúir á þær í blindni. 
– „Múgurinn virðist ekkert hata meira en ungar menntaðar konur sem nota orð eins og ,,faglegt” eða ,,ferli”.“

Lesa alla greinina „Í landi hinna klikkuðu karlmanna“.

Birt:
16. september 2010
Höfundur:
Framtíðarlandið
Tilvitnun:
Framtíðarlandið „Í landi hinna klikkuðu karlmanna - Umræðufundur um grein Andra Snæs“, Náttúran.is: 16. september 2010 URL: http://nature.is/d/2010/09/16/i-landi-klikkadra-karlmanna-umraedufundur-um-grein/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 20. september 2010

Skilaboð: