Fjölbreyttar ferðavenjur og bætt lífsgæði eru þema Samgönguviku í Reykjavík 2010. Heldur virðist þokast í þessa átt því að dregið hefur úr bílaumferð á Sæbraut og Kringlumýrarbraut milli áranna 2009 og 2010 fyrstu vikuna í september um 6.5% og 2% í Ártúnsbrekku. Þetta kemur fram í nýrri umferðartalningu sem birt verður fljótlega.

„Við viljum hvetja borgarbúa til að endurskoða ferðavenjur sínar, einnig viljum við skapa umræður um áhrif samgangna á umhverfið og loks hrinda verkefnum í framkvæmd í Samgönguviku,“ segir Pálmi Freyr Randversson verkefnastjóri Samgönguviku í Reykjavík.

Samgönguvika í Reykjavík hefst fimmtudaginn 16. september og er nú haldin í áttunda sinn. Hún er hluti af Evrópsku samgönguvikunni sem ætlað er að hafa áhrif á ferðaval borgarbúa og stefnu sveitafélaga í samgöngumálum. Vikan verður sett í Fellaskóla því Breiðholt verður samgönguhverfi borgarinnar næsta árið.

Margt er á dagskrá Samgönguviku, m.a. verður hjólarein opnuð á Suðurgötu, nýtt göngu- og hjólastígakort gefið út og hjólavefsjá kynnt til sögunnar. Einnig er á dagskrá áhugavert málþing um hvernig ferðamáti hefur áhrif á mótun borgarinnar. Umhverfisráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur munu taka til máls á málþinginu.

Dagskrá og heimasíða Samgönguviku í Reykjavík

Nýtt göngu- og hjólakort.

Facebook síða vikunnar.

http://mobilityweek.eu/.

www.samgonguvika.is.

Birt:
15. september 2010
Tilvitnun:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur „Ferðaval endurskoðað í Samgönguviku “, Náttúran.is: 15. september 2010 URL: http://nature.is/d/2010/09/15/ferdaval-endurskodad-i-samgonguviku/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: