Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp um lækkun vörugjalds á bifreiðum knúnum rafmagni eða metani að meirihluta. Til þessa hefur aflsáttur numið 240 þús. en lækkar nú enn meira. Rafbílar eða sk. Hybrid bílar nýta fall á vegi og hemlun til rafmangsframleiðslu og er það rafmagn nýtt til að knýja bifreiðina ásamt bensínhreyfli. Með því næst lægri eyðsla bensíns og þar með minni mengun. Metanbifreiðar brenna metani í stað bensíns að mestu leiti.

Metan mengar mun minna en bensín og hægt er að framleiða það nánast hvar sem er. Metan verður t.d. til á sorphaugum og útí í náttúrunni. Það er mun verri gróðurhúsaloftegund en koltvísýringur og þvi tvöfaldur ávinningur af nýtingu þess. Minni koltvísýringur og minna metan.

Orkusetrið býður góðar reiknivél til samanburðar á bifreiðum .
Hybrid bílar eru t.d. Prius frá Toyota og metan t.d. VW Touran.

Myndina tók Guðrún Tryggvadóttir af skreyttri VW bjöllu fyrir utan sýningu á umhverfisvænum bílum í ráðhúsi Reykjavíkur árið 2006.

Birt:
7. mars 2007
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Til stendur að lækka aðflutningsgjöld á minna mengandi ökutækjum“, Náttúran.is: 7. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/laekka_adflutningsgjold/ [Skoðað:3. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 13. september 2010

Skilaboð: