Þann 17. september nk. verður fyrsta etanóldælan á Íslandi opnuð. Brimborg er í forsvari fyrir framtakinu sem er tilraunaverkefni en dælan verður staðsett á eldsneytisstöð Olís við Álfheima. Þó að aðeins tveir etanólbílar séu um hituna, báðir innfluttir af Brimborg, markar þetta tímamót á Íslandi. Bílarnir eru af gerðinni Volvo C-30 og Ford C-Max, báðir „flexifuel“ sem þýðir að einnig sé hægt að nota hreint bensín á bílana. Brimborg flytur inn 2000 lítra í fyrsta áfanga og er etanólið af gerðinni E85, 85% etanól framleitt úr lífrænum afgöngum frá skógarhöggi í Svíþjóð og 15% bensín. Etanólbrennsla telst 97-98% umhverfisvæn en etanólbílarnir falla þó ekki undir það að vera „visthæfir“ skv. skilgreiningum Reykjavíkurborgar.

Víða um heim hafa etanólbílar haslað sér völl sem vistvæn ökutæki og sem dæmi má nefna að í Svíþjóð eru nú þegar um 70.000 etanólbílar á götunum. Í þessu eins og svo mörgu sem viðkemur umhverfismálum erum við Íslendingar því miður allt of langt á eftir frændýjóðum okkar. Sjá nánar um etanólverkefnið á vef Brimborgar.

Birt:
8. september 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Etanól í innrás“, Náttúran.is: 8. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/08/etanl-innrs/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. september 2010

Skilaboð: