Hollara brauð með byggi
Mikilvægt að auka magn trefjaefna.
Ólafur segir að hægt sé að auka hollustu brauðvara með því að nota að hluta til bygg í staðinn fyrir hveiti. “Frá manneldissjónarmiði er því mikilvægt að auka magn trefjaefna í fæði Íslendinga. Það er sérstaklega áhugavert að í bygginu eru vatnsleysanleg trefjaefni sem kallast beta-glúkanar. Þessi trefjaefni geta lækkað kólesteról í blóði og haft dempandi áhrif á blóðsykur.”
Ólafur nefnir að í tilraunabakstri úr byggi, sem hafi farið fram í þremur bakaríu, hafi náðist fullnægjandi árangur fyrir brauð með allt að 40% byggi á móti 60% af hveiti. “Það er því hægt að mæla með því að bökunariðnaðurinn fari að nota bygg í framleiðslu sína.”
Þá var næringargildi metið fyrir íslenskt bygg og reyndist það sambærilegt við það sem gerist erlendis. Öryggi byggs var metið með mælingum á örverum. Kólígerlar, Bacillus cereus og Clostridium perfringens greindust ekki og fjöldi myglusveppa var lágur.
“Allar mælingar benda því til að íslenska byggið henti vel til manneldis,” segir Ólafur Reykdal hjá Matís.
Frétt og mynda af vef Bændablaðsins bbl.is
Birt:
Tilvitnun:
Bændablaðið „Hollara brauð með byggi“, Náttúran.is: 13. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/12/hollara-brauo-meo-byggi/ [Skoðað:23. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 12. febrúar 2008
breytt: 13. september 2010