Dagana 20. september -12. október nk. stendur Vanadís fyrir grunnnámskeið um sjamanisma fyrir 21. öldina. Námskeiðið er haldið í nærandi, spennandi og umvefjandi umhverfi Dalsár í Mosfellsdal.

Tímar: 20. og 27. september og 11. og 12. október kl.18 – 22, alls 16 klst. þar sem rýnt verður í hin fornu fræði og tengslin við náttúruna og okkur sjálf dýpkuð.

Seiður eða sjamanismi hefur verið mikilvægur hluti daglegs lífs, menningar og siða kvenna og karla um allan heim frá örófi alda. Enn er sjamanismi lifandi meðal frumbyggja heimsins, í Ástralíu, Ameríku, Asíu, Afríku og á Norðurhjara Evrópu, meðal Sama. Þörfin fyrir að blása lífi í glóðir þessa lífsforms er að vakna meðal íbúa vestrænna iðn- og markaðsríkja og þá kemur í ljós að það lifir enn í glóðunum. Ef kafað er í menningararfinn finnum við minni seiðsins bæði í keltneskum og norrænum rótum okkar.

Á námskeiðinu munum við fræðast lítillega um þann sjamanisma sem er lifandi í dag og sögu hans í menningu okkar sjálfra. Aðaláherslan er þó á verkefni sem tengja okkur við náttúruna og veruleikann. Við lærum m.a. um heimana þrjá og vættir þeirra, máttardýr og aðrar hamingjur, förum í draumferðir, sköpum og ræðum saman til að blása lífi í minni völvunnar og vitkans sem í okkur býr, vekja seiðinn úr dvala.L

eiðbeinandi er Valgerður H. Bjarnadóttir. Nánari upplýsingar í síma 895 3319 eða vanadis@vanadis.is.

Birt:
6. september 2010
Tilvitnun:
Valgerður H. Bjarnadóttir „Heiður - seið hún kunni“, Náttúran.is: 6. september 2010 URL: http://nature.is/d/2010/09/06/heidur-seid-hun-kunni/ [Skoðað:28. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: