Bloomberg: Þjóðaratkvæði um orkuauðlindir - Jóhanna Sigurðardóttir - Björk Guðmundsdóttir
Bloomberg fréttaveitan birtir í dgær grein (http://www.bloomberg.com/news/2010-08-22/bjork-takes-on-magma-to-give-iceland-s-voters-final-say-in-foreign-deals.html ) um söluna á HS Orku til Magma Energy í Svíþjóð og er þar meðal annars rætt við Björk Guðmundsdóttur og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.
Í greininni er vitnað til þess að Jóhanna Sigurðardóttir telji að ef 15% kjósenda vilji þjóðaratkvæðagreiðslu ætti það að nægja til þess slík atkvæðagreiðsla færi fram, en það er í samræmi við ákvæði í frumvarpi um þjóðaratkvæðagreiðslur sem Jóhanna hefur lagt fram á Alþingi.
Björk Guðmundsdóttir hefur ásamt fleirum barist gegn sölunni á HS Orku og skorað á stjórnvöld að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðar eignarhald og nýtingu orkuauðlindanna.
Á vef átaksins orkuaudlindir.is hafa nú þegar 18.845 manns undirritað áskorunina en 35.000 undirskriftir þarf til þess að ná 15% markinu.
Birt:
Tilvitnun:
Oddný Eir Ævarsdóttir „Bloomberg: Þjóðaratkvæði um orkuauðlindir - Jóhanna Sigurðardóttir - Björk Guðmundsdóttir“, Náttúran.is: 24. ágúst 2010 URL: http://nature.is/d/2010/08/24// [Skoðað:13. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 26. ágúst 2010