Í boði náttúrunnar er ný r útvarpsþáttur á Rás 1 sem fjallar um fólk og matjurtarækt. Þátturinn er í umsjón hjónanna Guðbjargar Gissurardóttur og Jóns Árnasonar, en þau hafa sett sér það markmið að koma sér upp lífrænum matjurtargarði í sælureit sínum í Kjós. Þau hafa enga reynslu, né hugmynd um hvernig þau eiga að koma slíku verki í framkvæmd.

En til að afla sér þekkingar heimsækja þau sérfræðinga og vana leikmenn á sviði matjurtaræktunar og fá hjá þeim ráðleggingar og hugmyndir sem munu vonandi skila þeim og hlustendum góðri uppskeru í lok sumars. Einnig munu þau leita uppi fólk sem er að gera óvenjulega hluti á þessu sviði, sækja áhugaverða viðburði og uppákomur, auk þess að taka fyrir matreiðslu grænmetis, nýtingu villijurta o.m.fl.

Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi innblástur og hvatning til að rækta sitt eigið grænmeti, hvort sem það er úti í garði, uppi í sumarbústað, á svölunum eða úti í glugga.

Hægt verður að hlusta á þættina á ruv.is.

Efri myndin er af Guðbjörgu og Jónsa með börnum sínum en neðri myndin er af matjurtarplöntum í bakka sem þau hjón áforma að koma niður í sælureitinn sinn.

Birt:
12. júní 2009
Tilvitnun:
Guðbjörg Gissurardóttir „Í boði náttúrunnar“, Náttúran.is: 12. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/12/i-booi-natturunnar/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. ágúst 2010

Skilaboð: