Undirskriftasöfnunin heldur áfram - 16 þúsund hafa nú þegar skrifað undir
Sjálfstæðir rýnihópar almennra borgara leitast nú við að afla sér traustra heimilda og rannsaka aðdraganda og lögmæti sölu HS Orku, samhliða rannsókn hinnar stjórnskipuðu nefndar óháðra sérfræðinga.
Á vefnum orkuauðlindir.is safnast nú saman upplýsandi gögn -undir liðnum ítarefni- og eru þeir sem kunna að gefa upplýsingar um málið hvattir til að senda þær inn til birtingar (netfangið er orkuaudlindir@gmail.com) og taka þannig þátt í að vinna gegn leynd og ógagnsæi í orkuauðlindamálefnum þjóðarinnar og í því prófmáli sem Magma-málið er.
Undirskriftasöfnunin er enn í fullum gangi á vefnum orkuauðlindir.is. Nú þegar hafa á 17 þúsund einstaklingar skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi í veg fyrir söluna á HS Orku til einkaaðila og að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um orkuauðlindirnar.
Björk Guðmundsdóttir mun afhenda stjórnvöldum áskorunina með þeim þúsundum nafna sem safnast saman. Í von um að stjórnvöld hlusti á rödd almennings. Eru allir sem láta sig málið varða hvattir til að láta í sér heyra á þessari ögurstundu og skrifa undir áskorunina á orkuauðlindir.is.
Birt:
Tilvitnun:
Oddný Eir Ævarsdóttir „Undirskriftasöfnunin heldur áfram - 16 þúsund hafa nú þegar skrifað undir“, Náttúran.is: 5. ágúst 2010 URL: http://nature.is/d/2010/08/05/undirskriftasofnunin-heldur-afram-17-thusund-hafa-/ [Skoðað:23. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.