Hjólandi vegfarendum gefst kostur á ókeypis yfirferð á reiðhjólum á Lækjartorgi í dag til kl. 14.00. Tjald hefur verið sett upp í tilefni af Samgönguviku og tveir vanir menn taka hjólin út, smyrja og pumpa í dekkin.  „Við gerum greiningu á ástandi reiðhjóla, stillum bremsur og gíra,“ segir Árni Davíðsson stendur vaktina í dag ásamt Örylgi Steini Sigurjónssyni undir nafninu Dr. Bæk hjólaviðgerðir.

Dr. Bæk veitir einnig tilsögn og almenn umferðarfræðsla og verður með örnámskeið í hjólafærni því 12 og 13 verður boðið upp á slíkt námskeið upp og niður Hverfisgötu á græna hjólastígnum. Reiðhjól verða æ meira áberandi í miðborginni og vartalning gerð 14. september á samgöngutækjum í Lækjargötu á bilinu 10.00-18.00. Hlutfall hjólandi reyndist vera 2.2%, gangandi voru 37% og bifreiðar 61%.

Bílar  7.844   60.7%  
Gangandi  4.793    37.1%
Hjólandi  278    2.2%

Ljósmynd: Örlygur Steinn Sigursjónsson og Árni Davíðsson en þeir veita ókeypis yfirferð á reiðhjólum í dag.

Birt:
21. september 2010
Tilvitnun:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur „Hjólaviðgerðir á Lækjartorgi í dag “, Náttúran.is: 21. september 2010 URL: http://nature.is/d/2010/09/21/hjolavidgerdir-laekjartorgi-i-dag/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: