Ómar Ragnarsson, náttúruverndarsinni með meiru, er sjötugur í dag, jafnvel þó að ekkert í fari hans rími við árafjöldann sem hann hefur lagt að baki. Nema auðvitað reynslan og viskan.

Í tilefni afmælisins tekur hann á móti gestum i Salnum í Kópavogi í kvöld. Í morgun var virðingaskjöldur afhjúpaður honum til heiðurs við Útvarpshúsið. Stofnuninni sem hann hefur unnið hvað mest fyrir á lífsleiðinni þó hún hafi auðvitað ekki þolað umhverfisverndarsinnan í Ómar lengi framan af og kannski ekki tekið hann í sátt í því hlutverki ennþá þá er stofnunni sómi að því að sæma Ómar með þessum hætti í dag.

Við sem stöndum að vefnum Náttúran.is og aðrir sem standa í náttúru- og umhverfisverndarbaráttu á Íslandi gera sér vel grein fyrir því hve framlag Ómars er og hefur verið gríðarlega mikilvægt og sendum honum hjartnæmar afmæliskveðjur á afmælisdaginn.

Lengi lifi Ómar Ragnarsson! Húrra, húrra, húrra........

Myndin er af Ómari og Þuríði Sigurðardóttur að syngja saman í afmælisveislu Ómars í Salnum í Kópavogi í dag. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
16. september 2010
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Til hamingju með afmælið kæri Ómar“, Náttúran.is: 16. september 2010 URL: http://nature.is/d/2010/09/16/til-hamingju-med-afmaelid-kaeri-omar/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: