Áhugahópur um verndun Þjórsár
Í framhaldi af auglýsingu um íbúafund barst Náttúrunni eftirfarandi tilkynning frá „áhugahópi um verndun Þjórsár“, þar segir:
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum samþykkti sveitarstjórn Flóahrepps 13. júní sl. að ...leggja fram til kynningar fyrirliggjandi drög að aðalskipulagi fyrrum Villingaholtshrepps. Í tillögunni er ekki gert ráð fyrir fyrirhugaðri Urriðafossvirkjun ..... tilvitnun lýkur.
Eins og síðan ljóst varð af fréttaflutningi um málið leið ekki nema rúmur sólarhringur þangað til forstjóri Landsvirkjunar var mættur í eigin persónu og bauð - ja við vitum ekki hvað, en við vitum að það var líka hótað. Í kjölfarið ákvað sveitarstjórnin að leggja fram tvær tillögur að aðalskipulagi fyrrum Villingaholtshrepps (þ.e. svæðið sem um ræðir), aðra með virkjun en hina án virkjunar.
Einnig er bráð nauðsyn að koma fólki af stað gegn álveri í Þorlákshöfn og Ölfusi.
Fólk getur haft samband við Halldóru Gunnarsdóttur hgun@simnet.is og í síma 892-8202, eða við Ólaf Sigurjónsson olibg@simnet.is síma 894 4835.
Myndin er af Urriðafossi. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.Birt:
Tilvitnun:
Áhugahópur um verndur Þjórsár. „Áhugahópur um verndun Þjórsár“, Náttúran.is: 20. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/20/hugahpur-um-verndun-jrsr/ [Skoðað:2. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. september 2010