Future of hope
Kvikmyndin Future of Hope veitir sérstaka innsýn í jákvæðar hliðar sem íslenska þjóðfélagið hefur að geyma. Með hvaða hætti eru íslendingar farnir að stíga skref fram á við til að losa sig úr viðjum efnahagshrunsins, með sjálfbærum aðferðum? Hvernig er hægt að varðveita ósnortna náttúru landsins; stærsta ósnortna landsvæði í Evrópu, og á sama tíma útbúa tækifæri þar sem íslensk þjóð fær að dafna á ný? Hér er verið að skoða útkomuna þegar sjálfbærni er höfð að leiðarljósi í átt að uppbyggilegri þróun sem getur í senn orðið jákvæð fyrirmynd á heimsvísu.
Future of Hope gerir á áhrifaríkan hátt grein fyrir aukinni þörf hér á landi til að ná árangri og framförum í sjálfbærum lífsstíl. Í myndinni kynnumst við einstaklingum sem hafa farið óhefðbundnar leiðir til að komast hjá gjaldýroti og rutt þar með ótroðnar slóðir, öðrum til hvatningar. Í þessum dæmisögum upplifum við áskoranir, þrótt og bjartsýni þar sem hver einstaklingur finnur leiðir til að umbreyta líferni sínu og viðskiptum vegna síbreytilegs þrýstings sem nútíma efnhagskerfi hefur í för með sér. Á sama tíma veitir myndin margþættari sýn á Ísland, frábrugðið þeirri ímynd sem hefur verið viðloðandi í erlendum fjölmiðlum. Þetta mun vera fyrsta heimildarmyndin sem tekur mið af jákvæðum afleiðingum efnahagshrunsins.
Framleiðandi: Henry Bateman.
Leikstjóri: Heather Millard.
Tónlist: Biggi Hilmars.
Sjá myndskeið og viðtal við leikstjóran í Silfri Egils í gær.
Birt:
Tilvitnun:
midi.is „Future of hope“, Náttúran.is: 13. september 2010 URL: http://nature.is/d/2010/09/13/future-hope/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.