Árið 2008 var ár kartöflunnar haldið hátíðlegt um heim allan en Sameinuðu þjóðirnar stóðu fyrir átakinu.

Sama ár var 250 ára afmæli kartöfluræktar hér á landi haldið hátíðlegt með ýmsum uppákomum og útgáfum en bókin Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar eftir fjöllistakonuna Hildi Hákonardóttur var án efa stærsta og í heimildasögulegum skilningi mikilvægasta útgáfan sem tengdist afmæli karföflunnar á Íslandi. Bókin kom út í ágústmánuði 2008., nokkuð á eftir hápunkti kartöfluafmælisins og féll því svolítið í skuggann á meira áberandi efni sem kartöflubændur stóðu að.

Blálandsdrottning er sagnfræðilegt afrek fræðimannsins Hildar Hákonardóttur og byggir á áratugalöngum áhuga hennar á viðfangsefninu. Áhuginn á sögu kartöflunnar leiddi Hidli í ferðalög víða um heim í leit að sannleikanum um sögu þessa matmikla rótarhnýðis þ.á.m. til Suður Ameríku en sú heimsókn hafði sterk áhrif á endanlegt útlit og form bókarinnar. Innleiðing kartöfluræktar á Íslandi er þó það sem fyrir okkur íslendinga er kannski mikilvægast að fræðast um en þar hefur Hildi sannarlega tekist að setja kartöfluna í sögulegt samhengi auk þess sem að fjöldinn allur af innlendum og erlendum, gömlum og góðum uppskriftum af matföngum þar sem kartaflan er í aðalhlutverki skreyta bókina og gera hana ómissandi í uppskriftabókasafnið.

Útgefandi er bókaútgáfan Salka.

Skoða og kaupa Blálandsdrottninguna hér á Náttúrumarkaði.
Ef þú ert að versla í fyrsta skipti hér á vefnum þá skoðaðu hvernig búðin virkar.

Birt:
28. ágúst 2010
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Blálandsdrottningin á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 28. ágúst 2010 URL: http://nature.is/d/2009/02/08/blalandsdrottningin-natturumarkao/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 8. febrúar 2009
breytt: 28. ágúst 2010

Skilaboð: