The Simpsons Movie ****
Kvikmyndin um Simpsons fjölskylduna er nú sýnd í kvikmyndahúsum um allan heim við góðar undirtektir áhorfenda. Myndin er ekki bara skemmtileg fjölskylduafþreying heldur hrein og bein ádeila á stöðu umhverfismála í Bandaríkjunum. Mengun stöðuvatnsins gengur gersamlega fram af Lísu litlu sem ákveður að gera eitthvað í málunum. Karl faðir hennar verður þó enn einu sinni það á að fara yfir strikið sem leiðir ekki til góðs. Ekki er dregið neitt undan og Schwarzenegger fær það t.a.m. óþvegið þrátt fyrir að hann sé kannski einn af fáum mönnum með völd sem hefur gert eitthvað í umhverfismálum í Bandaríkjunum að undanförnu. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna er sett í ljós yfirhylmingastofnunar og gerræðisvalds af verstu sort svo manni dettur helst í hug að kvikmyndaframleiðendur hafi fengið á baukinn fyrir vikið. En auðvitað er þetta bara teiknimynd um ævintþrapersónur í ævintþraheimi. Þar ríkir frelsi sem er gott að fá að vera hluti af í tvo klukkutíma.
The Simpsons Movie fær 4 stjörnur frá Náttúrunni.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „The Simpsons Movie ****“, Náttúran.is: 8. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/08/simpsons-movie/ [Skoðað:30. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.