Loftslagsbreytingar gætu í raun og veru bjargað sumum af þeim dýrategundum sem eru í hvað mestri útrýmingarhættu, að mati Russells Mittermeier, forseta Alþjóða umhverfisverndarsamtakanna, Conservation International, en í Barcelona fer einmitt fram Alþjóðlega umhverfisverndarráðstefnan, World Conservation Congress, þessa dagana.

„Misskiljið mig ekki – loftslagsbreytingarnar eru alvarlegasta umhverfisógnin sem mannkyn hefur staðið frammi fyrir og hafa nú þegar tekið sinn toll í dýraríkinu og haft áhrif á mannlíf. En um leið hafa þær leitt til alþjóðlegrar vitundarvakningar sem er farin að leiða til aðgerða. Aldrei áður hafa jafnmargir kimar alþjóðasamfélagsins tekið þátt í umræðunni og séð sig knúna til aðgerða.

Auðvitað halda svartsýnismenn því fram að of seint sé að grípa til aðgerða – það verði ekki aftur snúið og við þurfum að búa okkur undir að hörmungar dynji á okkur. Þessu fer þó fjarri,“ segir Mittermeier og bendir á að í Barcelona, þar sem ráðstefnan er haldin, komi fram nýjungar og tillögur að samstarfi frá fulltrúum ríkisstjórna, frumbyggjum og fulltrúum iðnaðarstarfsemi og umhverfisverndarhópa. 

Sjá í Viðskiptablaðinu

Birt:
10. október 2008
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „17.000 dýrategundir taldar í útrýmingarhættu“, Náttúran.is: 10. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/10/17000-dyrategundir-taldar-i-utrymingarhaettu/ [Skoðað:27. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: