Lögð hefur verið fram tillaga til þingsályktunar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Frummælendur eru þingmennirnir Kolbrún Halldórsdóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Mörður Árnason, Rannveig Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson
-
Alþingi ályktar að Þjórsárver, stærsta og gróðurríkasta votlendi á hálendi Íslands, skuli vernduð í heild sinni. Í því augnamiði skuli núverandi mörkum friðlandsins í Þjórsárverum breytt og það stækkað þannig að sem mest af gróðurlendi svæðisins lendi innan friðlýsingarmarkanna ásamt með Þjórsá og nærliggjandi svæðum að Sultartangalóni. Þá skuli unnið að því að hið stækkaða Þjórsárverafriðland verði tilnefnt inn á heimsminjaskrá UNESCO. Alþingi felur ríkisstjórn að hefja nú þegar nauðsynlegan undirbúning að framkvæmd ályktunarinnar svo að auglýsa megi hin nýju friðlandsmörk eigi síðar en vorið 2007.
Sjá tillöguna, greinargerð og viðauka.

Kort frá Umhverfisstonfun: Náttúruverndaráætlun 2004-2008, tillögur Umhverfisstofnunar um friðlýsingar í viðauka 7 - Tillögur á Suðurlandi, Þjórsárver (stækkun friðlands).


Birt:
26. október 2006
Uppruni:
Alþingi
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þjórsárver - Þingsályktunartillaga um stækkun friðlandsins lögð fram“, Náttúran.is: 26. október 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/staekkun_fridlands/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 2. maí 2007

Skilaboð: