CO2 losun skal snarlega minnkuð - Noregur
Norska stjórnin kynnti í dag aðgerðir til að sporna við losun koltvísirings í andrúmsloftið. Eftirfarandi starfsemi á í framtiðinni að taka ábyrgð á losun sinni og minnka umtalsvert:
- Olíu og orkufyrirtæki:um 3-5 milljón tonn CO2 árlega (úr 16 mill.)
- Flutningsstarfsemi: um 2,5-4 milljón tonn CO2 árlega ( (úr 15,4 mill.)
- Matvælaiðnaðurinn, sorp- og endurvinnslufyrirtæki:um 1-1,5 millioner tonn CO2 árlega ( (úr 6,9 mill.)
- Þungaiðnaður: 2-4 milljón tonn CO2 árlega ( (úr 15,6 mill.)
Fyrir alla starfsemi þýða áætlanir ríkisstjórnarinnar um 20-30 prósenta niðurskurð.
Áætlanir stjórnvalda um aðgerðir til að draga úr gróðurhúsaáhrifum eru að sögn Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs þær metnaðarfyllstu sem nokkurt ríki í heiminum hafi gert. Bæði stjórnarandstæðingar og umhverfissinnar hafa brugðist við með því að svara með harkalegri gagnrýni.
Þeir telja m.a. að áætlanir stjórnvalda séu óljósar og villandi. Eiga þeir sérstaklega við sett markmið um minnkun á losun koltvísýringi.
Umhverfissinnar segja að nota ætti losunina eins og hún var 1990 sem viðmið, en ekki spár, eins og stjórnvöld geri ráð fyrir. Leiðtogi norsku náttúruverndarsamtakanna World Wildlife Federation segir að umhverfisáætlun stjórnarinnar sé fáránleg.
Birt:
Tilvitnun:
Aftenposten „CO2 losun skal snarlega minnkuð - Noregur“, Náttúran.is: 22. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/22/co2-hreinsun-fr-rkisstuning/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. júlí 2007