Þjóðir heims þurfa að grípa til aðgerða þegar í stað til að koma í veg fyrir óafturkræfa hnignun umhverfisins. Kostnaður við nauðsynlegar aðgerðir á þessu sviði er aðeins brot af þeim kostnaði sem fylgir því að aðhafast ekkert. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu frá OECD, OECD Environmental Outlook to 2030, sem kynnt var á fundi í Osló í gær. Niðurstöður skýrslunnar gefa svipaðar vísbendingar og Stern-skýrslan frá 2006, en OECD-skýrslan tekur til fleiri umhverfisþátta.

Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag
og fréttatilkynningu OECD í gær.

Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21.
Birt:
6. mars 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 6. mars 2008“, Náttúran.is: 6. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/06/oro-dagsins-6-mars-2008/ [Skoðað:23. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: