Sumarhúsið og garðurinn stendur fyrir ráðstefnu um þakgarða og gerð og eiginleika náttúrulegra þaka, fimmtudaginn 9. október í Gullteig á Grand Hótel kl. 9-16. Ráðstefnan er í fyrirlestraformi og fjallar um hönnun náttúrulegra þaka og þakgarða, burðarþol og efnisval. Hvernig á að byggja upp græn þök og þakgarða, umhirðu og gróðurval. Hvað ber að hafa í huga og hvað að varast. Einnig verður fjallað um mismunandi gerðir þaka með náttúrulegum efnum og þakgarða sem nýttir eru af fólki og innihalda mismunandi tegundir af plöntum. Umhverfisávinningur grænna þaka og þakgarða, þjóðlegar hefðir og verklag Íslendinga og Færeyinga, nútímalega hönnun og fantasíur.

Fyrirlesarnir eru allir sérfræðingar á sínu svið. Gísli Kristjánsson arkitekt sem kemur frá Svíþjóð er þar frumkvöðull í þakgarðarmenningunni  og hannað marga auk þess hefur hann komið að gerð þakgarðs sem er rekinn á vegum grasagarðsins í Malmö. Erindi hans og Mayfinns Nordoy, færeyska arkitektsins höfðar til arkitekta, byggingafræðinga, verkfræðinga og iðnaðarmanna jafnt sem græna geirans því þeir taka m.a. fyrir burðarþol og hönnun bygginga sem þurfa að bera þunga þakflata með náttúrulegum efnum eða þakgarða.

Auk fimm íslenskra og tveggja erlendra fyrirlesara hefur bæst í hópinn fulltrúi frá sænska fyrirtækinu Telleborg, þaðan kemur skotinn Ailsa Irwin í boði Dúkþaks, fyrirtækis sem selur umhverfisvænan þakdúk og gróðurkassa sem ætlaðir eru á þök. Telleborg er framanlega í Evrópu í rannsóknum á umhverfisvænum vörum og þróun lausna fyrir undirlag undir náttúruleg þök og þakgarða.

Okkur er í mun að sem flestir ný ti sér tækifærið til að fræðast og hlýða á alla þá möguleika sem bjóðast á þök og til að búa til þakgarða. Fróðleikurinn getur einnig ný st til annara verka s.s. við gerð mana sem lagðar eru nú allstaðar þar sem þeim er viðkomið og á slétta fleti á jörðu niðri.
Nánari upplýsingar á rit.is.

Sjá „grasþök“ á Græna Íslandskortinu.

Myndin er af grrasþökum á þústum Laufásbæjar í Eyjafirði. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
3. október 2008
Höfundur:
Auður I. Ottesen
Tilvitnun:
Auður I. Ottesen „Eru þakgarðar framtíðin?“, Náttúran.is: 3. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/03/eru-thakgaroar-framtioin/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: