Fiskistofnar heimsins gætu hrunið á næstu áratugum sem afleiðing loftslagsbreytinga, ofveiði og mengunar. Þetta kom fram í máli Achims Steiner, framkvæmdastjóra Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP), á fréttamannafundi sl. föstudag í tengslum við ráðherrafund UNEP í Mónakó, þar sem hann fylgdi úr hlaði nýrri skýrslu UNEP undir yfirskriftinni „In Dead Water“. Samkvæmt skýrslunni felst lausn vandans þó ekki í því að hætta veiðum, heldur að ná tökum á loftslagsbreytingum af mannavöldum.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag
og fréttatilkynningu UNEP 22. feb. sl.
Birt:
25. febrúar 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 25. febrúar 2008“, Náttúran.is: 25. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/25/oro-dagsins-25-februar-2008/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: