Á þessu ári ætla japönsk stjórnvöld að setja í gang 5 ára áætlun um nýtingu timburúrgangs sem orkugjafa. Meðal annars er ætlunin að verja allt að 10 milljörðum jena (um 6 milljörðum ísl. kr.) til að styðja við framleiðslu á etanóli úr sellulósa (beðmi), sem myndi þá leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi, bæði sem orkugjafi og hráefni í efnaiðnaði. Gert er ráð fyrir að á næstu árum skapist milljarða dollara verðmæti í iðnaði tengdum niðurbroti á sellulósa, svo sem í ræktun örvera sem framleiða lífhvatann (ensímið) sellulasa.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í gær

Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21.

Myndin er af þrívíðum sellulosakúlum, af Wikipedia.

Birt:
30. janúar 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 30. janúar 2008“, Náttúran.is: 30. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/30/oro-dagsins-30-januar-2008/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: