Hleðslunámskeið
Dagana 9.-10. júní munu Hleðsluskólinn og Íslenski bærinn standa fyrir tveggja daga námskeiði í hefðbundinni íslenskri hleðslutækni.
Torfhús og garðar sem eru hluti af húsaþyrpingu torfbæjarins í Austur-Meðalholtum verða lögð til grundvallar á námskeiðinu. Helstu aðferðir í hefðbundnum veggjarhleðslum verða skoðaðar í samhengi við hugmyndafræði torfbygginga. Lykilhugtök, verkfæri og tækniatriði verða rædd og skilgreind.
Þeir sem ljúka námskeiðinu fá viðurkenningu Hleðsluskólans. Námskeiðið er skilgreint sem fyrsti áfangi náms í íslenskri hleðslutækni.Leiðbeinendur: Víglundur Kristjánsson fornhleðslumeistari og Hannes Lárusson myndlistarmaður.
Nánari upplýsingar gefur Hannes Lárusson í síma 694 8108 og í tölvupósti á hanlar@islenskibaerinn.com
Birt:
23. maí 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Hleðslunámskeið“, Náttúran.is: 23. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/23/hleslunmskei/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 24. maí 2007