Orð dagsins 2. apríl 2008
Á dögunum gaf Greenpeace út í 7. sinn skýrsluna ”Guide to Greener Electronics”, en skýrsla af þessu tagi kom fyrst út í ágúst 2006. Í skýrslunni er 18 leiðandi framleiðendum tölvubúnaðar, sjónvarpa og farsíma raðað eftir frammistöðu þeirra í umhverfismálum, með sérstöku tilliti til þess hvaða efni þeir nota í framleiðsluna og hvernig þeir standa að endurnotkun og endurvinnslu. Nokia hefur vermt toppsætið síðustu mánuði, en fellur nú niður í 3. sæti vegna dugleysis við að taka við notuðum tækjum í Indlandi og Rússlandi. Í staðinn sitja nú Samsung og Toshiba á toppnum með einkunnina 7,7 af 10 mögulegum. Nintendo situr hins vegar á botninum með falleinkunn upp á 0,3.
Lesið fréttatilkynningu Greenpeace 18. mars sl.,
skoðið frammistöðu einstakra framleiðenda nánar
og rifjið upp „Orð dagsins“ 10. október 2007
Lesið fréttatilkynningu Greenpeace 18. mars sl.,
skoðið frammistöðu einstakra framleiðenda nánar
og rifjið upp „Orð dagsins“ 10. október 2007
Birt:
2. apríl 2008
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 2. apríl 2008“, Náttúran.is: 2. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/04/oro-dagsins-2-april-2008/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 4. apríl 2008