Trippen skór
Árið 1992 fengu Michael Oehler og Angela Spieth hugmynd að því að stofna skóframleiðslufyrirtæki byggt á þeirri grunnhugmynd að framleiða sjálf níðsterkan skófatnað eftir hönnunarhugmyndum sínum. Nafnið „Trippen“ varð til. Skórnir skildu vera unnir út frá sjáfbærri hugmyndafræði, í sátt við náttúruna.
Árið 1994 stofnuðu þau síðan fyrirtækið A.Spieth, M.Oehler GmbH. Trippen er alfarið á móti fólksýrælkun og fyrirtækið tekur ekki þátt í framleiðslu í Kína. Verksmiðja Trippen er staðsett í austurhluta Berlínar. Verksmiðjan er litil og beitt er gamaldags handverki við framleiðslu, og færibönd sjást ekki. Einungis er framleitt eftir sérstökum pöntunum og engin fjöldaframleiðsla á sér stað.
1995 opna þau fyrstu verslunina í Berlín, sérverslun með Trippen skó. 1997 eru tvær verslandir opnaðar í Tokyo. 1998 eru fjórar nýjar Trippen verslanir opnaðar í Japan, þriðja útibúið í Tokyo og ein verslun í þremur öðrum; Nagoya, Osaka og Taipeh. 1999 opna 3 nýjar Trippen verslanir i Kobe, Kyoto og ein í London. Árnið 2002 opna tvær nýjar verslanir í Berlín. 2006 opnar síðan fyrsta Trippen verslunin að Rauðarárstíg 14 í Reykjavík. Sjá Trippen.is.
Allt frá árinu 1996 hefur Trippen sópað til sín verðlaunum fyrir frábæra hönnun og gæðaframleiðslu, í sátt við náttúruna.
Efri myndin sýnir hluta vetrarlínunnar ´07-´08 á trippen.net . Neðri myndin er af Michael Oehler og Angelu Spieth, stofnendum Trippen.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Trippen skór“, Náttúran.is: 27. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/27/trippen-skr/ [Skoðað:30. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 29. október 2007