í dag, á Evrópska umferðaröryggisdeginum leggur Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar áherslu á að vegfarandendur búi sig undir veturinn. Ökumenn bifreiða þurfa t.d. að kanna bílljósin og skoða vetrardekkin. Erlendar rannsóknir á vetrardekkjum benda til þess að alhliða vetrardekk dugi í fleiri tilfellum betur en nagladekk.

Naglar á reiðhjóladekkjum henta hins vegar vel enda spæna þau ekki upp malbik og valda svifryki. Góð ljós á reiðhjólið þarf að framan og aftan og vatnsheldar töskur á bögglabera. Reiðhjólamaðurinn þarf hlýja hanska, eyrnahlífar, hlýjar síðar, vind-og regnheldan, léttan og þjálan galla og vatnshelda skó.

Gandandi vegfarendur þurfa síðan að hengja á sig endurskinsmerkið. Fyrsti vetrardagur er 25. október næstkomandi.
Birt:
13. október 2008
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Öryggi hjólandi, gangandi og akandi “, Náttúran.is: 13. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/13/oryggi-hjolandi-gangandi-og-akandi/ [Skoðað:24. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: