Orð dagsins 26. maí 2009

Auðvelt ætti að vera að finna blettahreinsi sem inniheldur ekki efni sem eru skaðleg umhverfi og heilsu. Í ný legri könnun dönsku upplýsingamiðstöðvarinnar um umhverfi og heilsu (IMS) reyndust 6 af 11 tegundum blettahreinsis laus við slík efni, fjórar tegundir innihéldu ofnæmisvaldandi, hormónatruflandi eða umhverfisskaðleg efni, og í einu tilviki var engar upplýsingar að hafa um innihaldið. Meðal þeirra 6 tegunda sem stóðust prófið voru tvær svansmerktar, sem felur auk heldur í sér tryggingu fyrir notagildi vörunnar.
Lesið frétt á heimasíðu IMS 21. maí sl.
og niðurstöður prófunarinnar í heild á tengdri síðu 

Birt:
26. maí 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Blettahreinsiefni oftar en ekki skaðlaus“, Náttúran.is: 26. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/04/blettahreinsiefni-oftar-en-ekki-skaolaus/ [Skoðað:23. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 4. júní 2009

Skilaboð: