Björk býður öllum að syngja á maraþon-karaókí í Norræna húsið sem byrjar á þrettándanum klukkan 15:00 til 24:00 og stendur í þrjá daga. Þar er stefnt að því að syngja orkuauðlindirnar okkar til baka.

Hér kemur lagalistinn: diskótekið ó-dollý hefur þúsundir laga http://www.disco.is/karaokelagalistar.html.

Midi pípu orgel sem getur spilað þessi íslensku lög er einnig á staðnum:

  1. bláu augun þín
  2. ég lifi í draumi
  3. eins konar ást
  4. einsi kaldi
  5. funkytown
  6. kvöldsigling
  7. lítið serbneskt blóm
  8. minning um mann
  9. popplag í g dúr
  10. reykjavíkurtjörn
  11. reyndu aftur
  12. stóð ég út í tunglsljósi
  13. undir bláhimni
  14. þína innstu þrá
  15. þú og ég

Einnig sálmalög :http://kirkjan.net/salm/salmbok.htm

Björk og félagar eru einnig að sanka að sér fleiri lögum.

Einnig er fyrirtaksflygill í Norræna húsinu og fólki er velkomið að syngja við eigin undirspil eða vina, t.d. gítar eða melódíku.

Hægt er að taka frá pláss hjá ddrgrímur@gmail.com.

Birt:
4. janúar 2011
Tilvitnun:
Björk Guðmundsdóttir „Björk býður þér að taka þátt í maraþon-karaókí til bjargar náttúruauðlindum okkar“, Náttúran.is: 4. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/01/03/bjork-bydur-ther-ad-taka-thatt-i-marathon-karoki-t/ [Skoðað:27. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 3. janúar 2011
breytt: 4. janúar 2011

Skilaboð: