Undirskriftalisti skipti sköpum
Þeir hundruðu þúsund sem skrifuðu undir undirskriftalista Avaaz samtakanna sem er stærsti undirskriftalisti um loftslagsbreytingar í sögunni geta verið stoltir en þeir höfðu áhrif á það að G8 ætlar að byrja samningaviðræður í ár um milliríkjasamning um loftslagbreytingarnar.
Í vikunum fyrir G8 fundinn á meðan Þýskalandi hvatti aðrar ríkistjórnir að styðja samningaviðræður um loftslagsbreytingar, reyndi Bush forseti að koma alveg í veg fyrir samningarviðræður. Avaaz meðlimir voru þá duglegir að skrifa undir og á tíu dögum náðust 375.000 undirskriftir. Listinn var svo færður einum helsta samningamanni Þjóðverja í G8, með skilboðunum, vertu ákveðin. Hann lofaði að vera það.
Loks komu svo góðu fréttirnar, G8 samþykkti framkvæmdir til að ná nýjum samningum um loftslagsbreytingarnar sem leiddar yrðu af Sameinuðu þjóðunum.
Þó að barátta Avaaz og allra þeirra sem skrifuðu undir listann hafi gengið vonum framar gekk ekki allt eftir en þetta eru þó góðar framfarir, loks eru ríkistjórnirnar farnar að hlusta á fólkið.
Núna þýðir ekkert annað en að horfa til framtíðar og halda baráttunni áfram. Live Earth tónleikarnir verða haldnir í sumar og munu eflaust vekja mikla athygli. Látum orðið ganga því enn er hægt að skrifa undir listann hér.
Birt:
14. júní 2007
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Undirskriftalisti skipti sköpum“, Náttúran.is: 14. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/14/undirskriftalisti-skipti-skpum/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. júlí 2007