Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent umhverfisnefnd Alþingis umsögn um þingsályktuartillögu Sivjar Friðleifsdóttur og fleiri um frekari undaný águr fyrir Ísland frá alþjóðlegum samningum um samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda, 2013 - 2020.

Tillagan og greinargerðin með henni er illa unnin og röksemdafærslan hæpin. Ísland er aðili að EES-samningnum og viðskiptakerfi EB fyrir losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda er nú hluti þess samnings. Útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna álframleiðslu mun falla undir viðskiptakerfið frá og með 1. janúar 2013. Með öðrum orðum: Sértæk undaný ága fyrir áliðnað á Íslandi jafngildir í raun kröfu af Íslands hálfu um uppsögn EES-samningsins.

Ennfremur er ljóst að úthlutun losunarheimilda innan ESB byggir tekur ekki mið af stærð einstakra hagkerfa heldur fyrst og fremst þjóðarframleiðslu á mann. Verði Ísland aðili að sameiginlegri loftslagsstefnu ESB - líkt og margt bendir til - er nokkuð ljóst að það myndi flokkast með efnaðri ríkjum sambandsins og taka á sig skuldbindingar í samræmi við það. Það er því villandi - líkt og gert er greinargerð með tillögunni - að bera Ísland saman við hin fátækari ríki álfunnar.

Jafnframt er það svo að útstreymi gróðurhúsalofttegunda hefur aukist mikið undanfarin ár. Stjórnvöld hafa enn ekki lagt fram áætlun um hvernig skuli draga úr losun mengandi efna fram til ársins 2020 líkt og þau hafa skuldbundið sig til.

Sjá umsögn Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Birt:
25. mars 2009
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Umsögn um þingsályktunartillög um undanþágur fyrir Ísland frá alþjóðlegum loftslagssamningum“, Náttúran.is: 25. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/25/umsogn-um-thingsalyktunartillog-um-undanthagur-fyr/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: